Heitir pottar

pottar NormX heitir pottar hafa verið framleiddir fyrir íslenskan markað í yfir 30 ár.

Heitur pottur frá NormX er besti kosturinn þegar verð og gæði eru annars vegar. Pottarnir eru sérlega sterkir, veðrunarþolnir og auðveldir í þrifum. Þeir eru framleiddir úr gegnheilu Polyethylene plasti með UV vörn og verjast því sólarljósi vel. Allir heitir pottar frá NormX eru endurvinnanlegir. Í valmyndinni til vinstri er að finna þær gerðir af pottum sem boðið er uppá. Allar gerðir af pottum er hægt að fá í mismunandi litum.

Á Íslandi er oftast nær auðvelt að nálgast heitt vatn á afar lágu verði. Heitir pottar frá NormX eru því tiltölulega vatnsmiklir og djúpir. Til dæmis eru 66 cm frá sæti uppá brún á Snorralauginni sem þýðir að það flæðir vel yfir axlir á velflestum. Það er því hægt að láta sér líða vel í pottinum hvort sem er sól og sumar eða vetrarkuldi.

NormX heitir pottar eru á betra verði en keppinautar okkar bjóða og afgreiðslufrestur er skammur. Algengustu gerðirnar eru alltaf til á lager og aðrar er hægt að framleiða með skömmum fyrirvara.

Við seljum einnig allar lagnir, nuddkerfi, og ljósabúnað eftir óskum viðskiptavina. Starfsmenn okkar sjá um ísetningu og tengingar. Við leggjum metnað okkar í að allir fylgihlutir séu á hagstæðu verði.

Auðbrekku 6, 200 Kópavogur | Sími 565 8899 | Opnunartími: mán-fim: 10-18, föstudaga: 10-17 | normx@normx.is